Miðvikudagskvöldið 14. nóvember voru haldnir aðalfundir UMFS fyrir árin 2005 og 2006. Aðalstjórn hefur verið óvirk um langt skeið og varð því að ganga frá málum með þessum hætti nú en á síðari fundinum var kjörin ný stjórn. Í henni sitja: Kristján Ólafsson formaður, Jón Arnar Helgason ritari og Jónína G Jónsdóttir gjaldkeri. Varamenn eru Ingibjörg María Ingvadóttir og Jónas Pétursson. Seturétt á stjórnarfundum hafa einnig formenn eða forráðamenn deilda félagsins. Aðalfundi 2006 var frestað til miðvikudagsins 28. nóvember þar sem ganga þarf frá reikningum en yfirferð þeirra og samþykkt verður eina fundarefnið á þeim fundi. Félagar í UMFS og aðrir áhugasamir um starf félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn sem haldinn verður í félagsaðstöðunni á neðri hæð sundlaugarinnar.