Fréttir og tilkynningar

Veðurspá maímánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Veðurspá maímánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Þriðjudaginn 2.  maí 2017  komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar.  Farið var yfir spágildi veðurspár fyrir aprílmánuð og voru fundarmenn sammála um að þar hefði vel tekist til. Tunglið sem kviknaði 26. apríl kl. 12:16 í SA og er ríkjandi fyrir veðurfar í maí mánuði og bendir allt til…
Lesa fréttina Veðurspá maímánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ
Dalvíkurbyggð auglýsir til sölu eignina að Kirkjuvegi 9 á Dalvík

Dalvíkurbyggð auglýsir til sölu eignina að Kirkjuvegi 9 á Dalvík

Um er að ræða 2ja herbergja íbúð á einni hæð í litlu fjórbýli við Kirkjuveg 9 á Dalvík, rétt við Dalbæ, samtals 64,3fm.  Eignin skiptist í forstofu/gang, eitt svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, stofu og geymslu.  Dalvíkurbyggð óskar eftir kauptilboðum í eignina og skulu kauptilboð gerð hjá Hvammi…
Lesa fréttina Dalvíkurbyggð auglýsir til sölu eignina að Kirkjuvegi 9 á Dalvík
Útboð – hádegisverður fyrir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla 2017 - 2020

Útboð – hádegisverður fyrir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla 2017 - 2020

Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í skólamáltíðir fyrir nemendur og starfsfólk í skólum sveitarfélagsins frá og með skólaárinu 2017-2020. Um er að ræða grunnskólann á Dalvík samtals um 270 nemendur/starfsmenn og leik- og grunnskólann í Árskógi samtals um 46 nemendur/starfsmenn og leikskólann. Nána…
Lesa fréttina Útboð – hádegisverður fyrir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla 2017 - 2020
Útboð - skólaakstur nemenda fyrir grunnskóla Dalvíkurbyggðar 2017-2020

Útboð - skólaakstur nemenda fyrir grunnskóla Dalvíkurbyggðar 2017-2020

Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í skólaakstur með nemendur Dalvíkurskóla og Árskógarskóla 2017 – 2020. Um er að ræða þrjár akstursleiðir og er áætlaður akstur á dag um 130 km alls. Nánari upplýsingar í útboðsgögnum sem afhent verða í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með þriðjudeginum 25. apríl geg…
Lesa fréttina Útboð - skólaakstur nemenda fyrir grunnskóla Dalvíkurbyggðar 2017-2020
Kæru íbúar

Kæru íbúar

Nokkuð hefur borið á skemmdarverkum á leikskólalóð Krílakots og langar okkur til að biðja alla að taka höndum saman um að ganga vel um lóðina þannig að leikskólabörnin geti leikið sér þar óhult. Fyrir hönd starfsmanna og barna í KrílakotiGuðrún H. JóhannsdóttirLeikskólastjóri Krílakots
Lesa fréttina Kæru íbúar
Endurbætur á Sundlauginni á Dalvík

Endurbætur á Sundlauginni á Dalvík

Nú standa yfir allsherjar endurbætur á sundlauginni á Dalvík. Framkvæmdin teygir sig frá hreinsibúnaði í kjallarar upp á allt sundlaugarsvæðið. Á sundlaugarsvæði er verið að endurnýja allt svæðið, þó ekki þannig að þar verði miklar útlitsbreytinar. Þar má nefna að: Pottar verða endurnýjaðir og s…
Lesa fréttina Endurbætur á Sundlauginni á Dalvík
Upplýstir foreldrar eru besta forvörnin!!

Upplýstir foreldrar eru besta forvörnin!!

Kæru foreldrar/forráðamenn Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar,  Dalvíkurskóli og Heilsugæslan á Dalvík , býður grunnskólabörnum í  5. - 10.  bekk sem og foreldrum/forráðamönnum upp á fræðslu um forvarnir, samskipti, neyslumynstur, skjánotkun o.fl.   Fræðsla fyrir foreldra verður  miðvikudaginn 3. maí …
Lesa fréttina Upplýstir foreldrar eru besta forvörnin!!
Lausar stöður kennara við Dalvíkurskóla

Lausar stöður kennara við Dalvíkurskóla

Dalvíkurskóli leitar að öflugum kennurum í eftirtaldar stöður frá og með 1. ágúst 2017  Náttúrufræðikennara á unglingastig í 70% starf og umsjónarkennara á miðstig í 100% starf Hæfniskröfur: -          Grunnskólakennarapróf -          Tilbúinn að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennslu…
Lesa fréttina Lausar stöður kennara við Dalvíkurskóla
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga auglýsir eftir tónlistarkennara

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga auglýsir eftir tónlistarkennara

Um er að ræða 50% stöðugildi frá og með 1. ágúst sem felst í söngkennslu á yngra stigi með starfstöð í Dalvíkurbyggð. Gott væri ef umsækjandi hefði leikni í að spila á píanó eða önnur undirleikshljóðfæri. Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð og skal það fylgja umsókninni. Allar umsóknir skul…
Lesa fréttina Tónlistarskólinn á Tröllaskaga auglýsir eftir tónlistarkennara
Malbikun í Dalvíkurbyggð 2017 - útboð

Malbikun í Dalvíkurbyggð 2017 - útboð

Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í verkefnið „Malbikun í Dalvíkurbyggð 2017“. Helstu magntölur eru: Afrétting með límefni =        485 m2Yfirlagnir með límefni =   4.850 m2 Nýlagnir =                         412 m2Viðgerðir=                        120 m2                      Yfirlögnum og viðge…
Lesa fréttina Malbikun í Dalvíkurbyggð 2017 - útboð
Laus störf nemenda vinnuskóla fyrir sumarið 2017

Laus störf nemenda vinnuskóla fyrir sumarið 2017

Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf nemenda vinnuskóla Dalvíkurbyggð advertises summer jobs in summer work school for Dalvíkurbyggð (Vinnuskólinn) Okręg Dalvíkurbyggð ogłasza nabór do Letniej Młodzieżowej Szkoły Pracy
Lesa fréttina Laus störf nemenda vinnuskóla fyrir sumarið 2017
Sundskáli Svarfdæla opinn

Sundskáli Svarfdæla opinn

Sundskáli Svarfdæla hefur verið opnaður og mun verða opinn á meðan á framkvæmdum stendur í Sundlauginni á Dalvík. Opnunartími Sundskálans verður eftirfarandi: Mánudaga og miðvikudaga: 7:00-11:00 fimmtudaga: 17:00-21:00 Laugardaga og sunnudaga: 13:00-17:00 Lokað á þriðjudögum og föstudögum. Ath…
Lesa fréttina Sundskáli Svarfdæla opinn