Útboð- Leikskólinn Krílakot á Dalvík – Endurgerð lóðar

Útboð- Leikskólinn Krílakot á Dalvík – Endurgerð lóðar

Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í útboðsverkið: Leikskólinn Krílakot á Dalvík – Endurgerð lóðar

Verkið felst í endurgerð leikskólalóðar við leikskólann Krílakot á Dalvík. Verktaki skal sjá um allan yfirborðsfrágang leikskólalóðar þar með er talinn gröft og brottakstur á efni, tilflutning á efni innan lóðar, grúsarfylling undir stíga og leiksvæði, ásamt því að staðsteypa stoðvegg og setja upp lýsingu á lóðinni.

Verktaki skal grafa fyrir lögnum, leggja ídráttarrör, rafstrengi, setja upp ljósastólpa og tengja ljósabúnað. Verktaki skal sjá um að útvega og setja upp leiktæki við leikskólalóð. Einnig skal staðsteypa stoðvegg, smíða og setja upp timburpalla og auk annarar timbursmíði ásamt því að malbika stíg, helluleggja, leggja fallvarnarefni og tartan, útbúa gróðurbeð og þökuleggja.

Helstu magntölur eru:

  • Grúsarfylling 635 m3
  • Gröftur og tilflutningur á efni 720 m3
  • Malbikaður stígur 167 m2
  • Fallvarnarefni og tartan 240 m2
  • Reising ljósastaura 8 stk
  • Staðsteyptur stoðveggur – steypa 23 m3
  • Grasþökur 1700 m2

 
Verk getur hafist: 13.7.2024
Verklok eru: 1. 11. 2024

Ósk um afhendingu rafrænna útboðsgagna skal senda á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is og verða þau afhent frá og með miðvikudeginum 22. maí 2024.

Tilboð skulu berast rafrænt á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is fyrir kl. 10:00 miðvikudaginn 12. júní og verða tilboðin opnuð kl. 11:00 sama dag á skrifstofum Dalvíkurbyggðar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Bjóðendum mun gefast kostur á að fylgjast með opnun tilboða á fjarfundi óski þeir þess.