Heimsókn frá háskólasetri Vestfjarða.
Á fimmtudaginn s.l. komu nemendur háskólaseturs Vestfjarða í heimsókn til okkar í Dalvíkurbyggð, nemendur í háskólasetrinu koma allstaðar að úr heiminum og því fjölbreytt flóra nemenda. Þau fóru skoðunarferð í Frystihús Samherja á Dalvík, einnig komu þau á kynningu á Dalvíkurbyggð, hvernig Dalvíkurbyggð varð til, hvernig hún þróaðist og hvernig framtíðin lýtur út eins og staðan er núna, kynningin fór fram í menningarhúsinu Bergi. Eyrún Ingibjörg sveitarstjóri og Friðjón Árni upplýsingafulltrúi svöruðu svo spurningum um Dalvíkubyggð og um framtíðarsýn sveitarfélagsins og helstu áskoranir við þær. Virkilega skemmtileg heimsókn og mjög áhugavert að heyra mismunandi sýnir á veruleika og áskoranir íbúa í Dalvíkurbyggð.