Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í endurbætur á Sundlaug Dalvíkur, Svarfaðarbraut 34.
Verkið felst í breytingum á laugarkari, flísalögn á sundlaug, pottum og vaðlaugum ásamt raflagnavinnu.
Verktími er frá ágúst til október 2024.
Ósk um afhendingu rafrænna útboðsgagna skal senda á netfangið avh@avh.is og verða þau afhent frá og með þriðjudeginum 21. maí 2024.
Tilboð skulu berast rafrænt á netfangið avh@avh.is fyrir kl. 10:00 fimmtudaginn 27. júní og verða tilboðin opnuð kl. 11:00 sama dag hjá AVH í Kaupangi við Mýrarveg Akureyri í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Bjóðendum mun gefast kostur á að fylgjast með opnun tilboða á fjarfundi óski þeir þess.