Dalvíkurlína 2 - auglýsing aðalskipulagstillögu

Dalvíkurlína 2 - auglýsing aðalskipulagstillögu

Dalvíkurlína 2, Dalvíkurbyggð, reiðleiðir og göngu- og hjólaleiðir, auglýsing aðalskipulagstillögu

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 29. nóvember 2022 að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni felst að strengleið Dalvíkurlínu 2, sem verður jarðstrengur, ásamt göngu- og hjólastíg er færð inn á Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 frá sveitarfélagsmörkum í suðri að tengivirki sunnan Dalvíkur. Gert er ráð fyrir að línan liggi að mestu leyti meðfram Ólafsfjaðrarvegi (82) og að göngu- og hjólastígur verði ofan á jarðstrengnum. Skipulagstillagan tekur til framkvæmda sem tilgreindar eru í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Skipulagstillagan og umhverfismatsskýrsla (Dalvíkurlína 2 – 66 kv jarðstrengur á milli Akureyrar og Dalvíkur) eru aðgengilegar á ráðhúsi Dalvíkurbyggðar á Dalvík, milli 15. febrúar 2023 og 3. apríl 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.dalvikurbyggd.is . Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á gera athugasemdir við skipulagstillöguna til miðvikudagsins 3. apríl 2023.

Uppdráttur 
Greinagerð
Umhverfismatsskýrsla

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Bjarna D. Daníelssonar sviðsstjóra framkvæmdadeildar ráðhúsi Dalvíkurbyggðar 620 Dalvík, eða í tölvupósti á netfangið bjarnidan@dalvikurbyggd.is.

Bjarni D. Daníelsson sviðsstjóri framkvæmdadeildar