Opið fyrir umsóknir í menningar- og viðurkenningarsjóð
Menningarráð Dalvíkurbyggðar auglýsir opið fyrir umsóknir um styrki í Menningar- og viðurkenningarsjóð sveitarfélagsins vegna ársins 2018. Umsóknarfrestur er til og með 7. mars og má nálgast umsóknir á þar til gerðu eyðublaði, inn á íbúagáttinni, undir flipanum umsóknir.
Við úthlutun er tekið mið …
Því miður verður að fresta sorptöku og söfnun á baggaplasti í dag vegna veðurs, reiknað er með að bílarnir fari af stað á morgun þriðjudaginn 20. febrúar.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Hvernig á að ná árangri í markaðssetningu? Fyrirtækjaþing 2018
Miðvikudaginn 28. febrúar næstkomandi verður haldið fyrirtækjaþing í Bergi menningarhúsi undir yfirskriftinni: Hvernig á að ná árangri í markaðssetningu. Þingið stendur yfir frá kl. 13:00-16:00.
Fyrirlesari: Gunnar Thorberg Sigurðsson
Allir sem hafa áhuga á markaðssetningu eru hvattir til þess…
Þriðjudaginn 6. febrúar komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skyni að huga að veðurhorfum í febrúarmánuði. Af tæknilegum ástæðum reyndist ekki unnt að birta spá fyrir janúar mánuð, sem var engu að síður gerð og reyndust félagar hafa þar verið sannspáir eins og oft áður.
Nýtt …
Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða aðstoðarmann umhverfisstjóra á umhverfis- og tæknisvið í 100% starf. Um er að ræða nýtt starf hjá sveitarfélaginu. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að þróast áfram í starfi og aðlaga sig að breyttu starfsumhverfi á hverjum tíma. Viðkomandi þarf að …
Dalvíkurbyggð auglýsir til leigu skrifstofuhúsnæði á 2. hæð Ráðhúss Dalvíkur.
Um er að ræða 19,1 fm skrifstofu á 2. hæð Ráðhúss að vestan.
Nánari upplýsingar gefur Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, á netfanginu ingvark@dalvikurbyggd.is eða í síma 460 4900.
Stofnanir Dalvíkurbyggðar lokaðar frá kl. 12:00 föstudaginn 26. janúar vegna starfsdags starfsmanna
Stofnanir Dalvíkurbyggðar verða lokaðar frá því kl. 12:00 föstudaginn 26. janúar vegna starfsdags starfsmanna sveitarfélagsins.
Við bendum á heimasíðu sveitarfélagsins sem og íbúagáttina Mín Dalvíkurbyggð en þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.
Fiskistofa hefur nú auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa í Dalvíkurbyggð.
Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2018.
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Fiskistofu http://www.fiskistofa.is/ymsaruppl/tilkynningar/byggdakvoti-2017-2018-iii
Fyrirlestur um kvíða barna og unglinga færist til vegna veðurs
Vegna slæmrar veðurspár í kvöld og á morgun mun fræðsla Hjalta Jónssonar um kvíða frestast til mánudags nk.
Fræðslan mun því vera mánudaginn 29.janúar kl 16:30 í Menningarhúsinu Bergi. (athugið breytta tímasetningu!)
Okkur þykir þetta leitt en vinsamlegast látið berast. Vonumst til að sjá ykkur ö…
Íþróttasvæði Dalvíkur, tillaga að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi
Almennur kynningarfundur verður haldinn um tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur og breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, miðvikudaginn 24. janúar næstkomandi.
Á fundinum verða skipulagstillögur kynntar fyrir íbúum og fyrirspurnum svarað. Eftir fundinn verða tillögurnar…