Um áramótin urðu tímamót í útgáfusögu Norðurslóðar. Hjörleifur Hjartarson lét þá af ritstjórastörfum sem hann hefur gegnt í rúma þrjá áratugi. Arftakar hans eru ekki úr lausu lofti gripnir. Björk Eldjárn Kristjánsdóttir (bróðurdóttir Hjörleifs) og maður hennar Jón Bjarki Hjálmarsson munu taka við útgáfustarfseminni.
Lesendur Norðurslóðar geta þó huggað sig við það að Hjörleifur er hvergi nærri horfinn af síðum Norðurslóðar. Hann mun bæði aðstoða nýja útgefendur rétt á meðan þeir slíta barnsskónum við útgáfustörfin auk þess að vera tíður greinarhöfundur í komandi blöðum.
Við óskum Björk og Jóni Bjarka til hamingju og óskum þeim velgengni um ókomna framtíð í ritstjórnarstörfunum.