Leitað er að öflugum aðila í starf skipulags- og byggingafulltrúa en starf byggingafulltrúa er lögbundið, sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Hlutverk hans er að veita starfinu faglega forystu og móta framtíðarstefnu innan ramma laga og reglugerða. Jafnframt að hafa eftirlit og eftirfylgni með að lögum um mannvirki nr. 160/2010, reglugerðum og öðrum lögum byggingarmála sé framfylgt.
Næsti yfirmaður skipulags- og byggingafulltrúa er sviðsstjóri Framkvæmdasviðs.
Starfs og ábyrgðarsvið:
- Hefur ábyrgð á stefnumótun í málaflokki skipulags- og byggingarmála.
- Umsjón og eftirlit með mannvirkjagerð, skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga.
- Umsjón með landbúnaðarmálum, lóðum og lendum.
- Skráning í viðhaldsforrit sveitarfélagsins og umsjón með viðhaldsáætlunum fyrir eignir sveitarfélagsins í samstarfi við deildarstjóra EF-deildar og sviðsstjóra
- Önnur verkefni sem viðkomandi er falið hverju sinni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Réttindi til að gegna stöðu byggingafulltrúa.
- Réttindi til að gegna stöðu skipulagsfulltrúa er kostur
- Þekking og reynsla á sviði byggingarmála.
- Þekking og reynsla á sviði skipulagsmála er kostur.
- Þekking og reynsla af úttektum og mælingum er kostur.
- Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingarreglugerðum.
- Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum.
- Gott vald á íslenskri tungu í ræðu og riti.
- Góð almenn tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni.
- Góð samstarfs- og samskiptahæfni.
- Rík þjónustulund og jákvæðni.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Skipulagshæfni og nákvæmni.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Um fullt starf er að ræða.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2022. Sótt er um starfið í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar - Mín Dalvíkurbyggð, https://min.dalvikurbyggd.is/login.aspx
Umsókn þarf að fylgja ítarleg ferilsskrá auk staðfest afrit af prófskírteinum. Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Nánari upplýsingar veitir Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar; bjarnidan@dalvikurbyggd.is