Laugardaginn 18. september er áformuð ganga yfir Vaðlaheiði milli væntanlegra gangamunna Vaðlaheiðarganga. Lagt verður af stað í gönguna frá Skógum (gamli Vaðlaheiðarvegurinn) í Fnjóskadal kl 10:30.
Vaðlaheiðargöng verða 7,4 km að lengd og gengið verður því nokkuð lengri leið. Fólki er bent á að taka með sér nesti. Með í för verður Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur sem stýrt hefur rannsóknum vegna ganganna. Hann mun fræða göngufólk um jarðfræði svæðisins og væntanlegt gangastæði.
Rúta fer frá Umferðarmiðstöðinni á Akureyri Hafnarstræti kl. 10. Óskað er eftir að þátttaka verði tilkynnt á netfangið eything@eything.is fyrir kl. 19 á föstudag.
Stjórn Greiðrar leiðar ehf.
félags um Vaðlaheiðargöng
Kort af gönguleið má nálgast hér