Dagur leikskólans 6. febrúar næstkomandi

Dagur leikskólans 6. febrúar næstkomandi

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur þann 6. febrúar næstkomandi. Dagurinn er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

Í tilefni dagsins verður ýmislegt til gamans gert í leikskólum Dalvíkurbyggðar.  

Myndband sýnt í Bergi
Myndband frá starfi í leikskólum Dalvíkurbyggðar; Kátakoti, Krílakoti og Kötlukoti, í tilefni af degi leikskólans og 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna 2015. Myndbandið byggir á hugmyndum barna um kynjahlutverk og einnig myndbrotum úr leik og starfi. Allir velkomnir í Berg kl. 10:30-14:00.

Kátakot
Börnin í Kátakoti syngja í Bergi kl. 10:30 og horfa á myndband að söng loknum. Foreldrar eru velkomnir.

Krílakot
Opið hús á Krílakoti frá kl. 14:00-16:00 - Allir velkomnir. Stöðvavinna og allir geta rölt á milli svæða og tekið þátt í starfinu.

Svæði í boði:

  • Myndband frá starfi leikskólanna sýnt á Appelsínugula
  • Hreyfing á Holi við Skýjaborg
  • Stóru plastkubbarnir á Skýjaborg
  • Tónlist/læsi og myndsköpun á Hólakoti
  • Púsl og Söguskjóður á Skakkalandi
  • Litlir legókubbar á Bleika svæði
  • Perlur og Pinnar í Listasmiðju

Kaffi og meðlæti í boði foreldrafélagsins í salnum

Kötlukot
Foreldrar allra barna skólans og velunnarar eru sérstaklega boðnir í heimsókn þennan dag í Árskógarskóla kl. 12:30 þar sem deginum verður fagnað og myndbandið úr starfi leikskólanna sýnt.

Sjáumst vonandi sem flest!