Föstudaginn 11. maí fóru Sólkotsbörn í útskriftarferð út í Hrísey. Þar var ýmislegt skemmtilegt brallað. Byrjað var á því að taka einn rúnt í heyvagni um eyjuna áður en stoppað var við hús Hákarla-Jörundar þar sem t.d. voru skoðaðir munir sem notaðir voru við hákarlaveiðar hér áður fyrr. Við vorum mjög heppin með veður þennan dag og voru útileiktækin mjög vinsæl hjá börnunum enda mörg þeirra öðruvísi en þau eru vön. Í hádeginu var farið út að borða á veitingastaðnum Brekku áður en haldið var heim til Dalvíkur á ný. Það voru þreyttir en mjög ánægðir krakkar sem stigu út úr rútunni þegar í leikskólann var komið. Kíkið á myndir í myndasafni :)