Starfsfólk vantar til starfa hjá Félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar
- Starfsmann vantar í 50% starf við heimilisþjónustu Dalvíkurbyggðar. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
- Starf heimilisþjónustu felst í að að aðstoða ellilífeyrisþega og öryrkja við heimilishald og persónulega aðhlynningu sem notandi þjónustunnar getur ekki sinnt sjálfur svo og félagslegan stuðning.
Vinnutími er að jafnaði frá 8-17 mánudaga til föstudaga
Um er að ræða mjög spennandi starf sem reynir á hlýlegt viðmót starfsmanns, umhyggju fyrir þeim einstaklingum er starfsmenn sinna, ábyrgð og frumkvæði.
Laun greiðast samkvæmt launakjörum Kjalar.
Frekari upplýsingar veitir Arnheiður Hallgrímsdóttir, starfsmaður félagsþjónstu Dalvíkurbyggðar í síma 460-4912