Í þessari viku stendur yfir opin vika á leikskólanum Krílakoti. Við bjóðum foreldra, systkini, afa og ömmur, frænkur og frændur og aðra áhugasama velkomna í heimsókn til okkar vikuna 9.-13. maí. Við opnum dyrnar og bjóðum áhugasömum að kíkja inn, fylgjast með og taka þátt í starfinu.
Hægt verður að heimsækja skólann á opnunartíma, eða frá kl. 7:30 til 16:15 og taka þátt í leik og starfi með börnum og kennurum. Fólki er velkomið að kíkja til okkar oftar en einu sinni.
Á föstudaginn býður foreldrafélagið í kaffi frá kl. 14.30 - 15:30.
Þessa daga verður hefðbundin dagskrá/dagskipulag. Nánari dagskrá má sjá í frétt á heimasíðu Krílakots, en þar má finna tímasetningar á einstaka verkefnum og dagskipulag hverrar deildar.
Við hlökkum til að sjá ykkur!