Dagana 22 - 25. maí og 29 - 31. maí mun starfsfólk garðyrkjustjóra fara um þéttbýli Dalvíkurbyggðar og fjarlægja garðaúrgang sem komið hefur verið fyrir út við lóðamörk.
Hér er einungis um lífrænan úrgang að ræða eins og trjágreinar, laufblöð og annan almennan garðagróður.
Garðeigendum er bent á að klippa trjágróður þar sem hann hindrar umferð gangandi fólks um gangstéttir og stíga og umferð bifreiða um götur.
Að öðrum kosti er bent á sérstakan gám fyrir garðaúrgang sem er á gámasvæðinu, einnig er gámur á Hauganesi og annar á Árskógssandi.
Gámasvæðið er opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 15.00 - 18.00 og laugardaga frá 11.00 – 14.00. Lokað er á þriðjudögum og fimmtudögum.
Ef um mikið magn er að ræða er oft þægilegra að losa beint á garðaúrgangssvæðið við Höfða á Dalvík og sambærileg svæði á Hauganesi og Árskógssandi sem íbúar vita um.
Ef garðaúrgangur er í plastpokum þarf að losa hann úr þeim.
Lóðasláttur
Ellilífeyrisþegum og öryrkjum gefst kostur á slætti á lóðum sínum í sumar.
Starfsfólk Vinnuskólans sinnir þessari vinnu og er gjaldið niðurgreitt af Dalvíkurbyggð. ( Einungis er um slátt að ræða, ekki beðahreinsun)
Þeir sem óska eftir þessari þjónustu geta nú pantað hana í Þjónustuveri Dalvíkurbyggðar Ráðhúsinu eða í síma 460 4900.
Vinnuskólinn starfar frá 7. júní til 24. ágúst.
Gleðilegt sumar
Garðyrkjustjóri og Vinnuskólinn.