Þriðjudaginn 26. júní var árlegur hjóladagur á Leikbæ. Að því tilefni komu öll börn Leikbæjar með hjólin sín í leikskólann, við lékum okkur á planinu fyrir utan Árskógarskóla auk þess sem Felix lögregla kom í heimsókn. Hann skoðaði hjól allra barnanna, gaf límmiða og fór yfir helstu hjólareglur ungra barna þar sem áhersla var lögð á að hjóla ekki á götunni nema í fylgd fullorðinna og nota ávallt hjálm. Áður en hann kvaddi tóku börnin lagið og þegar hann keyrði í burtu kveikti hann á sírenum og ljósum lögreglubílsins börnunum til mikillar kátínu. Frábær dagur í mikilli veðurblíðu.
Hjólamyndir :-)