Fuglaskoðunarhúsið risið

Fuglaskoðunarhúsið risið

Sl. laugardag var fuglaskoðunarhúsið sem Kristjána Hjartarson hefur verið að smíða heima í hlöðu á Tjörn, flutt á undirstöðurnar niður við Tjarnartjörn. Húsið er 2 x4 m að gólffleti og tekur auðveldlega heilan skólabekk ef því er að skipta. Fuglarnir við tjarnarendann láta bjástur við húsið ekki mikið á sig fá og synda og vaða við tjarnabakkann af jafnmiklum ákafa og fyrr. Þarna er því risinn hin fullkomna aðstaða til fuglaskoðunar og fuglaljósmyndunar og verður spennandi að geta boðið fuglaskoðurum, erlendum sem innlendum upp á hana.

 
Húsið komið á undirstöðurnar