Dalvíkurbyggð um helgina

Það verður ýmislegt um að vera í sveitarfélaginu um helgina. Í kvöld er fótboltaleikur kl. 20:00, Dalvík/Reynir - Völsungur og á saman tíma kl. 20:00 eru píanótónleikar í Dalvíkurkirkju en þar leika Helga Bryndís Magnúsdóttir og Aladar Rácz fjórhent. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og miðaverð er 1500 kr. og ókeypis fyrir börn.

Á laugardaginn er svo Jakómótið - Namo í golfi á Arnarholtsvelli.

Sunnudagurinn er skemmtilegur en þá er að hefjast reiðnámskeið í Hringsholti. Kennt verður í tvær klukkustundir á dag en námskeiðið stendur yfir í sex daga. Leiðbeinandi er Sveinbjörn Hjörleifsson. Verð kr. 11.900 en veittur er systkinaafsláttur. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar í símum 466-1679 og 861-9631.

Þá verður líka fyrsti markaðsdagur sumarsins í Dýragarðinum á Krossum frá kl. 13.00-16:00, ýmis varningur í boði. www.dyragardurinn.com