Menningarhúsið Berg auglýsir eftir Verkefnastjóra

Menningarhúsið Berg auglýsir eftir Verkefnastjóra

Menningarhúsið Berg auglýsir eftir Verkefnastjóra í 50% starf. Um framtíðarstarf er um að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Um er að ræða 50% stöðuhlutfall með sveigjanlegum vinnutíma. Næsti yfirmaður er Forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs og mun starfsmaður vinna í nánu samstarfi með honum og öðrum starfsmönnum safnanna.

Menningarhúsið Berg er staðsett í hjarta Dalvíkur. Þar er aðstaða fyrir kaffihús, bókasafn og fjölnota salur. Starfsemi Menningarhússins er fjölbreytt, t.d. tónleikar, myndlistasýningar, smiðjur, bíósýningar, fundir, ráðstefnur, uppistand, veislur, árshátíðir, námskeið, smiðjur, fyrirlestrar og margt fleira.

Helstu verkefni

  • Skipulagning dagskrár í Menningarhúsinu Bergi (auk tilfallandi viðburða á bókasafni)
  • Utanumhald um viðburði
  • Hugmyndavinna og skipulagning
  • Bókanir fyrir veislur/viðburði/sýningar og samskipti við listamenn, leigjendur og viðburðarhaldara.
  • Markaðssetning á Menningarhúsinu Bergi.
  • Styrkumsóknir og samstarf við ýmsa ferða- og þjónustuaðila á svæðinu.
  • Undirbúningur og frágangur fyrir viðburði og útleigu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking af sambærilegum störfum er æskileg
  • Sjálfstæði, sveigjanleiki og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði og metnaður í starfi
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góð færni í íslensku í máli og riti, Æskilegt er að viðkomandi geti tjáð sig í máli og riti á ensku

Umsóknarfrestur er til 27. desember 2024

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Sótt er um starfið í gegnum þjónustugátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Með umsókn skal fylgja afrit af ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið, stutt persónuleg kynning ásamt nöfnum umsagnaraðila. Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um óháð kyni og uppruna. Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum..

Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, Björk Hólm í gegnum netfangið bjork@dalvikurbyggd.is

Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð með metnaðarfulla framtíðarsýn og öflugt atvinnu- og menningarlíf. Umhverfið er öruggt og sérlega fjölskylduvænt með grunn- og leikskólum sem leggja meðal annars áherslu á virðingu og vellíðan. Náttúrufegurð er mikil og aðstaða til íþróttaiðkunar og hvers kyns útivistar er framúrskarandi.