Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar hefur störf þriðjudaginn 7. júní 2022. Í ár eru 29 nemendur skráðir í Vinnuskólann og þeirra bíður vinna við garðyrkju, umhirðu opinna svæða auk fleiri verkefna. Vinnuskólinn er fyrst og fremst skóli þar sem nemendur/starfsmenn fá að stíga sín fyrstu skref í starfi undir leiðsögn og með stuðningi flokksstjóra og eldri starfsmanna Vinnuskólans. Markmið Vinnuskólans er að undirbúa unglingana í vinnu áður en haldið er út á hinn almenna vinnumarkað. Lögð er áhersla á að nemendur virði samskiptareglur, sýni ástundun, vinnusemi og virðingu gagnvart starfi og umhverfi.
Kynningarfundur fyrir nemendur Vinnuskólans verður haldinn í Dalvíkurskóla föstudaginn 3. Júní kl 13:00.
Gengið inn um aðalinngang að austan.
Helga Íris Ingólfsdóttir
forstöðumaður Vinnuskólans