Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir fólki til starfa við liðveislu fatlaðra.
Starf liðveitanda felst í að aðstoða einstaklinga í ýmsum daglegum athöfnum, persónulegri ráðgjöf, persónulegu hreinlæti, ræstingum heima hjá viðkomandi og aðstoð sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun.
Liðveisla felst því í að fara veita viðkomandi félagsskap með einum eða öðrum hætti innan sem utan heimilisins. Hægt væri til að mynda að fara með viðkomandi í bíó, leikhús, kaffihús, bókasafn, eiga notalegt spjall, bíltúr sem notandi greiðir fyrir sjálfur, gönguferð, rækt, sund og fleira.
Hæfniskröfur:
• Hlýlegt viðmót, jákvæðni og umhyggja
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði í starfi og geta til að vinna sjálfstætt
• Að sýna ábyrgð og vera ábyrgðarfullur
• Að vera hugmyndaríkur og sveigjanlegur
Umsóknarfrestur er til 24.júlí 2019. Frekari upplýsingar veitir Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi í síma 460-4900 eða í netfangið tota@dalvikurbyggd.is. Umsókn og ferilskrá skal senda inn á Mín Dalvíkurbyggd (inná heimasíðu www.dalvikurbyggd.is ) eða skila í þjónustuver bæjarskrifstofunnar. Við ráðningu er jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum.