Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari verða með söngtónleika á föstudagskvöld undir yfirskriftinni ,,Við slaghörpuna". Menningarhúsinu Bergi á Dalvík á föstudagskvöld kl. 20.00
Á efnisskránni, sem er afar fjölþætt, eru íslensk sjaldheyrð sönglög eftir sjö höfunda, m.a. þá Jakob Hallgrímsson og Jóhann Ó. Haraldsson. Björg og Jónas fluttu mörg þessara laga á tónleikum í Salnum á síðasta ári, þar sem kastljósinu var beint að íslenskum einsöngslögum, bæði gömlum og nýjum.
Á síðari hluta efnisskrárinnar eru verk eftir stórmeistara sönglagagerðar, þá Franz Schubert og Jean Sibelius. Þar gefur að heyra m.a. Grétu við rokkin eftir Schubert og Svartar rósir eftir Sibelius.
Þessir tónleikar eru helgaðir minningu Guðrúnar A. Kristinsdóttur píanóleikara.