Vetrarstarf

Það er margt að gera á safni yfir vetrartímann. Nú sem stendur er verið að leggja lokahönd á vinnu við rafrænan miðil sem tekinn verður í notkun á vordögum. Samstarf við önnur söfn við Eyjafjörð museums.is, sofn.is,er í miklum blóma og er verið að vinna að sameiginlegum safnabæklingi fyrir sumarið. Tveir starfsmenn safnsins þau Stefanía Víkingsdóttir og Haukur Haraldsson eru á námskeiði í ferðamálafræðum og munu eflaust verða með sumrinu enn betri starfskraftur en þau eru nú þegar.

Unnið er að sumardagskrá safnsins og verið er að skipuleggja litla sérsýningu í risi.

Signý Jónsdóttir skráir á snigilshraða muni safnsins í gagnagrunn safnanna þ.e Sarp. Skráning muna í Sarp er afar nákvæm og seinleg vinna og Signý vinnur hér mjög þýðingarmikið starf.

Margt annað smátt og stórt er verið að stússa hér á stafninu.

 

  

 

Signý Jónsdóttir