Um helgina, 21. og 22. ágúst tekur vetraropnun gildi í Sundlaug Dalvíkur. Opnað er eins og venjulega kl. 10:00 að morgni um helgar, en nú er lokað kl. 16:00 í stað kl. 19:00 eins og venja er á sumrin. Einnig lokar sundlaugin klukkustund fyrr á virkum dögum á veturna, eða kl. 19:00.
Vinna við nýtt íþróttahús gengur vel, búið er að leggja undirlag fyrir gólfið og á næstunni verða körfur settar upp. Verið er að ganga frá lóð við húsið og eins og flestir ættu að geta séð er búið að malbika og bæta við miklum fjölda bílastæða við húsið. Vígsla hússins er áætluð 2. október.
Rekstur heilsuræktar verður boðinn út í næstu viku með það fyrir augum að fá að henni rekstraraðila sem getur glætt starfsemina lífi og aukið fjölbreytni í starfseminni auk þess að ná til þeirra sem hingað til hafa ekki fundið hjá sér þörf fyrir að heimsækja heilsuræktina.