Fundur haldinn í Veðurklúbbnum á Dalbæ þriðjudaginn 28. maí 2013 og hófst fundurinn kl. 14:00.
Fundarmenn voru á einu máli um júnímánuður yrði til muna hlýrri og mildari en maímánuður enda sól hærra á lofti. Þar við bætist að sunnan og suðvestanáttir verða ríkjandi í mánuðinum sem bera með sér hlýtt loft sunnan úr Evrópu.
Þessar væntingar og spá er m.a. byggð á því að tungl kviknar í suðri þann 8. júní kl. 15:56, sem er laugardagstungl. Þá fóru fundarmenn yfir drauma sem eru fyrirboðar veðurfars og allt ber þetta að sama brunni með vindáttir og hitafar.
Með sumarkveðju,
Veðurklúbburinn á Dalbæ