Þriðjudaginn 1. ágúst 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar, eftir sumarleyfi. Engin spá var gefin út fyrir júlímánuð en eins og flestir muna var einmuna veðurblíða síðari hluta þess mánaðar. Tungl sem er ríkjandi fyrir veðurfar í ágús kviknaði 23. júlí í SA kl. 9:46. Klúbbfélagar gera ráð fyrir að veður í ágúst verði svipað og veður í júlí a.m.k. fram yfir hundadaga, sem líkur 23. ágúst. 21. ágúst kviknar nýtt tungl í V og gæti þá orðið einhver veðrabreyting. Klúbbfélagar gera ráð fyrir sólríku og góðu veðri á Fiskidaginn mikla og senda öllum fiskidagskveðjur.
Veðurvísa ágúst og sept.
Í ágúst slá menn engi
og börnin tína ber.
September fer söngfugl
og sumardýrðin þverr.
Með fiskidagskveðju,
Veðurklúbburinn á Dalbæ