Námsver Dalvíkurbyggðar bauð upp á fjölvikjanám í haust og voru alls 12 nemendur útskrifaðir í gær við hátíðlega athöfn. Nemendur fluttu lokaverkefni sín og voru því næst útskrifaðir en þetta er í annað sinn sem útskrifað er úr fjölvirkjanámi Námsversins. Fjölvirkjanámskeiðið jafngildir allt að 13 framhaldsskólaeiningum og er 170 klukkustunda nám fyrir lykilstarfsmenn fyrirtækja sem starfa í sjávarútvegi. Námskeiðið var haldið í samstarfi við Símey og Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins.
Á meðfylgjandi mynd má sjá útskriftarnemendur, myndina tók Halldór Ingi Ásgeirsson.