Ný reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum (nr. 814/2010) hefur tekið gildi. Í henni eru öryggiskröfur á sund og baðstöðum hertar verulega. Meðal þess sem nú er bannað, er útleiga á sundlaugum í opinberri eigu án vöktunar. Á þetta hefur verið bent í öryggisúttekt Heilbrigðiseftirlits og Vinnueftirlits.
Útleigu Sundskála Svarfdæla verður því hætt frá og með deginum í dag. Hið sama á við um sundlaugina í Árskógi en hún hefur þó ekki verið leigð út með sama hætti og Sundskálinn.
Á næstunni verða skoðaðir möguleikarnir í stöðunni og breytt fyrirkomulag á útleigu, þangað til niðurstaða um það fæst er útleiga því miður ekki möguleg.
Bjarni Gunnarsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar.