Laugardaginn 5.nóvember ætlar félagsmistöðin Pleizið að halda útivistardag fyrir alla íbúa Dalvíkurbyggðar. Þá munu meistaranemar í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands koma hingað norður og bjóða upp á ýmsa viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allir íbúar Dalvíkurbyggðar eru velkomnir og lofum við miklu fjöri. Meistaranemarnir eru í óðaönn að skipuleggja daginn og hafa þeir ákveðið að bjóða upp á: útieldun, kassaklifur, sig, brimbretti, Kajak, þrautabrautir, leiki og fleira.
Sundlaugin sjálf verður lokuð milli 12:30 -15:00 þennan dag vegna kajakróðursins en hægt verður að fara í pottana!
Drög að dagskrá lítur því svona út:
Laugardagur 5. nóvember
13:00 – 15:00 – Útieldun við íþróttamiðstöðina. Eldaðir verða framandi réttir á opnum eldi.
13:00 – 15:00 – Kassaklifur og sig í íþróttamiðstöð.
13:00 – 15:00 – Kajak í íþróttasmiðstöð.
13:00 – 15:00 – Þrautabraut og leikir við íþróttamiðstöðina.
13:00 – 15:00 – Brimbretti á sandinum við Dalvík. Nánari upplýsingar í íþróttamiðstöð.