Uppskerutónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga voru haldnir í Tjarnarborg þriðjudaginn 07.03.2017 og tóku þátt um 35 nemendur skólans í tónleikunum þetta árið. Uppskeruhátíðin er forval fyrir Nótuna en hún er uppskeruhátíð allra tónlistarskóla á landinu. Atriðin sem komust áfram í forvalinu fara til Egilsstaða síðar í mánuðinum og keppa í norður- og austurhluta Nótunnar en þau atriði sem verða fyrir valinu þar komast alla leið í lokakeppnina sem haldin er í Hörpu.
Atriðin sem komust áfram:
Í opnum flokki: Hljómsveit sem flutti lagið People help the people og er skipuð Daði Þórsson, trommur, Einar Örn Arason, bassi, Þorsteinn Jakob Klemenzson, gítar, Styrmir þeyr Traustason, píanó, Gunnhildur Lilja Kristinsdóttir, söngur, Selma Rut Guðmundsdóttir, söngur. Hljómsveit sem flutti verk eftir L.Van Beethoven 12 Contredanses -nr. 1, 8 , 12 flytjendur voru Laufey Ipsita Stefánsdóttir, fiðla, Gunnhildur Lilja Kristinsdóttir, fiðla, Verónika Jana ólafsdóttir, fiðla, Birna Karen Sveinsdóttir, fiðla, Sigríður Erla Ómarsdóttir, flauta, Svanbjörg Anna Sveinsdóttir, píanó og Steinunn Sóllilja, tamborínu.
Á grunnstigi voru valin áfram atriðin: ´´Leiðin okkar allra´´ en það eru bræðurnir Júlíus Þorvaldsson, gítar og söngur og Tryggvi Þorvaldsson, píanó og söngur sem fluttu lagið. Sigríður Erla Ómarsdóttir sem flutti lagið Promise á þverflautu og undirleikari var Páll Barna Zambó.
Á miðstigi voru valin áfram atriði: Gunnhildar Lilju Kristinsdóttur sem lék á fiðlu og flutti verk eftir C. Bohm Perpetual Motion úr "Litlu svítunni" nr. 6 og lagið Unknown blues sem var flutt af Þorsteini Jakobi Klemenzsyni sem lék á gítar.
Við óskum nemendum til hamingju með þennan frábæra árangur og öllum sem tóku þátt og aðstoðuðu við þessa skemmtileg uppskerutónleika.
Myndir frá keppninni