Unnið fram á nætur á Húsabakka

Unnið fram á nætur á Húsabakka

Hönnuðir, iðnaðarmenn og aðrir aðstandendur  sýningarinnar „Friðland fuglanna“ í Náttúrusetrinu á Húsabakka vinna nú alla daga hörðum höndum  fram á nætur við að koma sýningunni í koppinn svo hægt verði að opna með viðhöfn næskomandi fösudag. Gömlu kennslustofurnar á Húsabakka eru nú orðnar að nýstárlegu sýningarrými og rafvirkjar og hönnuðir að leggja síðustu hönd á lýsingu svo hægt verði að koma sýningarmunum og texta á sinn stað börnum og fullorðnum til gleði og upplýsingar um ómælda framtíð.

 
Himbriminn og hönnuðirnir Sigríður Þóra, Guðbjörg og Jón í þungum þönkum.