Umsóknarfrestur um starf launafulltrúa framlengdur til 2. nóvember

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða launafulltrúa á Fjármála- og stjórnsýslusvið. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að þróast í starfi og aðlaga sig
að breyttu starfsumhverfi á hverjum tíma. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið:
• Launavinnsla og frágangur launa
• Launaröðun og launagreiðslur skv. kjara- og ráðningarsamningum
• Upplýsingagjöf varðandi launavinnslu og kjaratengd mál
• Ýmis umsjón og utanumhald í tengslum við starfsmannakerfi og upplýsingar
• Aðstoð og ráðgjöf til stjórnenda í málum tengdum mannauði og starfsmannahaldi
• Gerð launaáætlana
• Þátttaka í stefnumótun
• Greining og úrvinnsla gagna
• Eftirfylgni og endurgjöf
• Önnur verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun skilyrði
• Þekking og reynsla af launavinnslu og/eða bókhaldi skilyrði
• Góð þekking á upplýsingatækni, s.s. Excel
• Þekking á Navision kostur
• Hæfni til að greina gögn og upplýsingar
• Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
• Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð

Athugið að búið er að framlengja umsóknarfrestinn fram til miðnættis 2.nóvember næstkomandi (Umsóknarfrestur var áður til og með 28. október).


Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is ) og Silja Jóhannesdóttir (silja.jóhannesdóttir@capacent.is ) hjá Capacent ráðningum.