Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða starfsmann í starf umhverfisstjóra.
Starfið er nýtt og heyrir undir sviðsstjóra Umhverfis- og tæknisviðs.
Starfssvið:
- Yfirumsjón með umhverfismálum Dalvíkurbyggðar
- Umsjón með opnum svæðum og almenningsgörðum
- Verkstýring, eftirlit og umsjón með sorphirðumálum, snjómokstri og hálkueyðingu, dýrahaldi, minka- og refaveiðum og efnisnámum í sveitarfélaginu.
- Gerð starfs- , starfsþróunar - og fjárhagsáætlana fyrir málaflokkana
- Frumkvæði að verkefnum sem stuðla að fegrun sveitarfélagsins
- Skipulagning og umsýsla leiksvæða
- Vinna í tengslum við gjaldskrár málaflokksins í samstarfi við sviðsstjóra
- Kynningar- og fræðslustarfs
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi, garðyrkjumenntun kostur
- Reynsla af verkstjórn æskileg
- Þekking og reynsla af sambærilegum störfum æskileg
- Þekking og reynsla af stjórnsýslu sveitarfélaga æskileg
- Leiðtogahæfileikar
- Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
- Góð tölvukunnátta og færni í að tjá sig í ræðu og riti
- Sjálfstæði og skipulagshæfileikar
- Rík þjónustulund og vilji til verka og árangurs
Dalvíkurbyggð er 1900 manna sveitarfélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar með besta móti.
Umsóknarfrestur er til og með 30. október nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is ) og Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is ) hjá Capacent Ráðningum.