Undanfarið hafa starfsmenn Steypustöðvarinnar unnið að því að rífa húsið að Skíðabraut 3 (Týról).
Áður en hafist var handa við að rífa sjálft húsið var allt hreinsað innan úr því og flokkað í viðeigandi sorpflokka.
Í byjun síðustu viku hófst svo vinna við að rífa húsið. Niðurrifið gekk vel og í síðastliðinn föstudag var mokað í burtu steypubrotum og klárað að brjóta kjallara sem var undir hluta hússins.
Svæðinu á að skila grófjöfnuðu og er áætlað að verkið klárist í byrjun þessarar viku.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru á mismunandi stigum niðurrifsins.