Í gær vildi þannig til að tveir togarar og eitt skip voru við bryggju í Dalvíkurhöfn. Þetta voru togararnir Björgúlfur EA 312 og Björgvin EA 111 og skipið Anna EA 305, öll í eigu Samherja. Björgúlfur og Björgvin eiga heimahöfn á Dalvík en Anna hefur landað öllum sínum löndunum á Dalvík. Þetta var skemmtileg sjón og kjörið tækifæri til að smella af einni mynd.
Fyrir þá sem vilja nánari upplýsingar:
Björgúlfur EA 312 er smíðaður á Akureyri (skrokkurinn smíðaður í Flekkefjord í Noregi,dreginn til Akureyrar og kláraður þar) 1977 fyrir Útgerðarfélag Dalvíkinga. Síðar komst hann í eigu Samherja. Björgúlfur landaði 13. október, 110 tonnum af fiski.
Björgvin EA 111 er smíðaður í Flekkefjord í Noregi 1988 fyrir Útgerðarfélag Dalvíkinga.Samherji einaðist hann síðar. Landaði 14. október, 120 tonnum af fiski.
Bæði þessi skip og skip á undan þeim með sömu nöfnum hafa verið, um margra áratuga skeið, mjög stór þáttur í afkomu þessa byggðarlags.
Þau eru með heimahöfn á Dalvík.
Anna EA 305 er stærsta og fullkomnasta línuskip Íslendinga og var keypt frá Noregi fyrr á þessu ári af Samherja (skráð á Útgerðarfélag Akureyringa sem Samherji á) en það er nýtt í sögu Samherja að gera út línuskip. Anna er búin að landa hér fjórum sinnum (allar hennar landanir) nú síðast 16. október, tæplega 90 tonnum af fiski.