Þjóðleikur er stórt leiklistarverkefni sem haldið er á öllu Norðurlandi í samstarfi við Þjóðleikhúsið og fjölmarga áhugasama aðila. Verkefnið nær til alls Norðurlands, allt frá Bakkafirði til Húnavatnssýslna. Mjög góð þátttaka er á Norðurlandi en nú hafa 14 hópar sótt um þátttöku í verkefninu. En það eru: Gjörningahópurinn Orkidea frá Akureyri, Leikhópurinn list, Grunnskóli Húnaþings vestra, Grunnskóli Fjallabyggðar, Yggdrasil – Leikfélag VMA, DADDAVARTA frá Skagaströnd, Blönduskóli, Árskóli á Sauðárkróki, Öxarfjarðarskóli, Píramus og Þispa – leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, Borgarhólsskóli á Húsavík, tveir hópar frá grunnskólum Akureyrar og síðan einn hópur frá Þórshöfn.
Þrjú glæný leikrit hafa verið skrifuð fyrir Þjóðleik, höfundarnir eru: Jón Atli Jónasson, Kristín Ómarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson sem skrifa verk í sameiningu. Næstu helgi verður námskeið haldið í Þjóðleikhúsinu fyrir leiðbeinendur hvers hóps, þar sem listrænir stjórnendur í fremstu röð verða til leiðsagnar. Leiðbeinendur munu fá kynningu á leikverkunum sem eru í boði og þeim gefst tækifæri á að hitta og ræða við höfunda leikverkana. Stefnt er á að halda tækninámskeið fyrir hópana og verður það haldið á Norðurlandi helgina 7.-9. janúar 2011.
Hver hópur setur upp leiksýningu í sinni heimabyggð og frumsýnir þegar honum hentar. Helgina 1-3.apríl 2011 verður haldin lokahátíð þar sem hóparnir koma saman með sýningar sínar.
Nánari upplýsingar um verkefnið veita Vigdís Jakobsdóttir, vigdis@leikhusid.is sími: 899 0272, Guðrún Brynleifsdóttir, gudrunb@skagafjordur.is sími: 898 9820 og Alfa Aradóttir, alfaa@akureyri.is sími: 460 1237, en þær eru í framkvæmdaráði Þjóðleiks.