Sveitalífið eru nýlegir þættir á sjónvarpstöðinni N4. Þar heimsækir Rósa Björg Ásgeirsdóttir, ásamt tökuliði sínu, sveitabæi og fær að kynnast lífinu á hverjum bæ fyrir sig.
Í gærkvöldi var nýr þáttur af Sveitalífi sýndur á N4. Að þessu sinni eru Snorri og Brynja, ábúendur á Krossum sótt heim og áhorfendum gefinn kostur á að fylgjast með þeim verkum sem tengjast sauðburði en þau eru með fjárbúskap sinn á Stóru-Hámundarstöðum. Þá er hinn eftirsótti hrútur Austri einnig í sviðsljósinu í þættinum.
VIð hvetjum alla til að kíkja á þáttinn á N4, ýmist í línulegri dagskrá eða á N4 tímaflakkinu.
Þáttinn má einnig nálgast HÉR.