Svarfdælskur mars 2017

Svarfdælskur mars 2017

Svarfdælskur mars 2017


Föstudagur 24. mars:

Upplestur úr Svarfdælu 
Undanfarin ár hefur 10. bekkur lesið upp úr Svarfdælu í Bergi, í tengslum við Svarfdælskan mars. Þar sem nemendur verða ekki á staðnum í ár vegna ferðar á Samfés munu þeir, í staðinn fyrir lifandi upplestur, bjóða upp á myndband sem sýnt verður í salnum í Bergi með upplestri á völdum köflum úr Svarfdælu. Nemendur lásu upp fyrir framan grænskjá (green screen) sem gerir þeim kleift að skreyta bakgrunninn með myndum. 

Brús að Rimum kl. 20.30 – 23.30.
Heimsmeistaramót í Brús, keppt um gullkambinn góða. Æfinga- og kennslubúðir í hliðarsal. Þátttökugjald er kr. 1000.

Laugardagur 25. mars:  

Málþing í Bergi kl. 14:00

Byggðasagan; söfnun, varðveisla og skapandi nýting

  1. Af hverju skiptir þetta máli? Mikilvægi héraðsskjalasafna fyrir byggðarlög.  Björk Hólm, forstöðumaður bóka- og  héraðsskjalasafns segir frá þætti safnsins í varðveislu sögunnar.
  2. Svarfdælasýsl færir út sögukvíar. Jarðbrúarbræður, Atli Rúnar og Óskar Þór, segja frá sínu grúski, heimildaöflun og væntanlegri bók um Húsabakkaskóla, Göngustaðaættina og Land&syni.
  3. Söfnun, varðveisla, miðlun. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, safnstjóri byggðasafnsins Hvols segir frá þætti safnsins í varðveislu og miðlun sögunnar.
  4. Hafið bláa. Jóhann Antonsson segir frá söfnun og skráningu sjávarútvegssögu byggðarlagsins
  5. Saga byggðar er saga manns. Anna Dóra Antonsdóttir fjallar um það hvernig sagan er notuð sem efniviður í bók, en árið 1998 sendi Anna frá sér sögulegu skáldsöguna Voðaskot: saga af ólukkutilfelli. Þar segir frá óupplýstu sakamáli sem átti sér stað á Dalvík á nítjándu öld.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Sunnudagur 26. mars

Aðalfundur Sögufélags Svarfdæla kl. 17:00. Fundurinn verður að venju haldinn í húsnæði Héraðsskjalasafnsins í kjallara Ráðhúss. Venjuleg aðalfundarstörf og umræður um næstu verkefni félagsins.