Menningarhátíðin Svarfdælskur mars 2019 verður haldin 29. og 30. mars nk.
Svarfdælasaga
Föstudagur 29. mars.Nemendur í 10. bekk Dalvíkurskóla fjalla um Svarfdælasögu í Bergi frá kl. 12.30 – 13.30. Allir velkomnir!
Heimsmeistaramót í BRÚS
Föstudagskvöldið 29. mars verður heimsmeistaramótið í BRÚS háð að Rimum í Svarfaðardal. Keppnin hefst kl. 20.30 og að venju keppt um gullkambinn góða. Þátttökugjald er kr. 1000.
Málþing og söngur
Á laugardag 30. mars kl. 14.00 verður málþing og söngur í Menningarhúsinu Bergi undir yfirskriftinni: Kórar í Dalvíkurbyggð
Fram koma Kvennakórinn Salka, Kór eldri borgara, Karlakór Dalvíkur og Kór Dalvíkurkirkju. Fjallað verður um söng og kórastarf á svæðinu, fyrr og nú, og kórarnir kynna sig í tali og tónum. Einnig syngja þeir saman.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!
Svo tökum við MARSINN
Á laugardagskvöldið tökum við svo MARSINN og nú í salnum uppi í Víkurröst.
Húsið opnar kl. 21.00 og Inga Magga telur í marsinn kl. 21.30. Hljómsveit hússins leikur undir.
Gengið inn um gamla ball- innganginn. Aðgangseyrir er kr. 2500.
Nú er tækifærið fyrir þá sem hefur alltaf langað, en ekki þorað!
Aðalfundur Sögufélags Svarfdæla
Sunnudagur 31. mars kl. 13. Fundurinn er haldinn í húsnæði Héraðskjalasafnsins, í kjallara ráðhússins. Allir áhugasamir eru velkomnir!
Sjáumst á menningarhátíðinni Svarfdælskum marsi 2019