Laust er til umsóknar sumarstarf við Byggðasafnið Hvol á Dalvík.
Hæfniskröfur:
• Áhugi á sögu byggðarinnar og á safnamálum.
• Tungumálakunnátta er nauðsynleg – enska og annað mál
• Hæfni í mannlegum samskiptum og þægilegt viðmót.
• Tölvukunnátta er æskileg..
• Samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð.
• Stúdentspróf
Laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga f.h. Dalvíkurbyggðar og Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar (KJÖLUR).
Umsóknarfrestur er til og með 5.maí 2013. Umsóknum, er tilgreini m.a.aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar á netfangið irisolof@dalvikurbyggd.is .
Allar nánari upplýsingar veitir Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins, í símum 892-1497 eða 466-1497