Súlur - vél Niceair komin til Akureyrar

Mynd fengin að láni af www.visir.is
Mynd fengin að láni af www.visir.is

Súlur kom til heimahafnar á Akureyri í dag þegar Eyjafjörðurinn var upp á sitt allra besta. Þotan heitir eftir bæjarfjalli Akureyrar og Eliza Reid, forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina.

Súlur er þota að gerð Airbus A319 og kom frá Lissabon í Portúgal, þar sem hún var máluð í einkennislitum Niceair.

Jómfrúarferð Niceair, er áætluð til Kaupmannahafnar, næstkomandi fimmtudag og er uppselt í það flug.
Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi binda miklar vonir við að með tilkomu Niceair fjölgi erlendum ferðamönnum á svæðinu, ekki síst yfir vetrartímann.

Félagið býður upp á ferðir til London, Kaupmannahafnar, Manchester og Tenerife og finna má nánari upplýsingar um flugfélagið HÉR.


Mynd fengin að láni af vef www.ruv.is

Við óskum Niceair til hamingju með áfangann.
Megi því farnast vel í rekstri!