Helgina 18.- 20.nóvember leggja fjórar vaskar stúlkur upp í víking suður til Reykjavíkur til að keppa í Stíl 2011. Stíll er árleg keppni á vegum Samfés - samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Þar etja félagsmiðstöðvar Íslands kappi sín á milli í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem í ár er ÆVINTÝRI.
Liðið okkar er búið að útbúa glæsilegan kjól út frá ævintýrinu prinsessan og froskurinn. Um kjólinn segja þær:
"Ævintýrið Prinsessan og Froskurinn er saga sem við þekkjum flest. Okkar saga er örlítið endurbætt útgáfa. Kjólinn er úr tveimur mis-munandi efnum í fjórum litum. Fyrra efnið er hvítt einfalt stroffefni en seinna efnið er úr gagnsæju efni sem er með fallegri fljótandi áferð. Förðun og hár er í samræmi við litina í kjólnum sjálfum. Útkoman fór fram úr okkar bestu væntingum".
Liðið skipa:
Aníta Lind Björnsdóttir
Katrín Eva Reykjalín Guðmundsdóttir
Ásdís Dögg Guðmundsdóttir
og módelið er Stella Rún Hauksdóttir