Starfsfólk vantar til starfa hjá Félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar

Starfsfólk vantar í heimilisþjónustu Dalvíkurbyggðar. Um 25 -30% starf er að ræða til að byrja með en möguleiki á að hækka það hlutfall með tímanum.

Starf heimilisþjónustu felst í að að aðstoða ellilífeyrisþega og öryrkja við heimilishald og persónulega aðhlynningu sem notandi þjónustunnar getur ekki sinnt sjálfur svo og félagslegan stuðning.

Um er að ræða mjög spennandi starf sem reynir á hlýlegt viðmót starfsmanns, umhyggju fyrir þeim einstaklingum er starfsmenn sinna, ábyrgð og frumkvæði.


Laun greiðast samkvæmt launakjörum Kjalar.

Frekari upplýsingar veitir Arnheiður Hallgrímsdóttir, starfsmaður félagsþjónstu Dalvíkurbyggðar í síma 460-4914 milli klukkan 8:00 og 12:00 virka daga.