Starfsfólk óskast til starfa í skammtímavistun í Dalvíkurbyggð

Viltu taka þátt í að móta og stofna skammtímavistun fyrir fötluð börn og ungmenni í Dalvíkurbyggð?
Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfulla og drífandi þroskaþjálfa, annað uppeldismenntað starfsfólk sem og almenna starfsmenn til starfa í nýrri skammtímavistun. Um er að ræða vaktavinnu og möguleika á sveigjanleika í starfshlutfalli. Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí.

Starfssvið:

  • Umönnun og þjálfun fyrir einstaklingana sem nýta sér þjónustuna hverju sinni.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla og áhugi á starfi með börnum og ungmennum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Hreint sakavottorð.


Umsjón með starfinu hefur Eyrún Rafnsdóttir, félagsmálastjóri Dalvíkurbyggðar, (eyrun@dalvikurbyggd.is ) og yfirþroskaþjálfi skammtímavistunar, Hildur Birna Jónsdóttir.


Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsóknir á fyrrgreint netfang. Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Móttaka umsókna verður staðfest með tölvupósti. Valið verður úr hópi umsækjenda á grundvelli viðtala og framlagðra gagna. Við ráðningu er jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum. Vakin er athygli á að þörf er á fleiri körlum til starfa á verksviðinu. Laun skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.