Á heimasíðu Dalvíkurbyggðar er að finna upplýsingar um sorpflokkun í sveitarfélaginu undir hlekknum Endurvinnslustöð sem er á forsíðu heimasíðunnar.
Þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar svo sem:
Einnig er þar að finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma Endurvinnslustöðvar Dalvíkurbyggðar en hún er staðsett við Sandskeið og er opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 15:00-18:00 og á laugardögum frá kl. 11:00-14:00. Starfsmaður er á svæðinu sem aðstoðar við sorpflokkun og sorplosun.
Hvert heimili í sveitarfélaginu á að hafa tvær sorptunnur, eina svarta tunnu fyrir almennt og lífrænt sorp og eina græna tunnu fyrir endurvinnanlegt sorp. Svarta tunnan er losuð tvisvar í mánuði og græna tunnan einu sinni í mánuði samkvæmt sorphirðudagatali.
Þess má einnig geta að móttaka skilagjaldsskildra drykkjarumbúða (dósamóttaka) er hjá Landflutningum Samskip, Ránarbraut 2b, á miðvikudögum milli kl. 14:00 og 17:00.
Fyrirhugað er að halda íbúafund þar sem þessi mál verða kynnt enn frekar auk þess sem þar verður farið yfir fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi sorphirðu og verður hann vel auglýstur þegar að honum kemur.