Ungir tónlistarmenn á afrekslínu tónlistarskóla Syddjurs í Danmörku í félagi við félagsmiðstöðvar á Syddjurs svæðinu koma í heimsókn til okkar á föstudaginn, 15. október næstkomandi. Þetta er 35 manna hópur ungmenna sem um árabil hafa haldið söng-, dans- og leikskemmtanir í Danmörku og víðar og hafa meðal annars ferðast til
Shanghaí í Kína og dregur af því nafn sitt, Shanghai Akademiet.
Þau halda mikla skemmtun í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík á föstudagskvöld kl. 19:30 sem við hvetjum alla til að koma og sjá. Frítt inn fyrir börn á grunnskólaaldri og yngri, aðrir greiða 500 krónur (ath. ekki posi á staðnum).
Að lokinni sýningu verður sundlaugarpartí í lauginni fyrir 8. - 10. bekk.
Látið ekki þennan viðburð framhjá ykkur fara - sjáumst í Íþróttamiðstöðinni.