Undirbúningur er hafinn að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, í samræmi við samning milli ríkis og Eyþings. Ákveðið hefur verið að halda fjóra opna svæðafundi til að ræða framtíð svæðanna og landshlutans og safna hugmyndum og forgangsraða þeim.
Fundirnir eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að mæta og taka þátt í að móta stefnu og áherslu landshlutans.
Fundarstaðir og fundartímar eru eftirfarandi:
18. maí (mánudagur), kl. 19:00
Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði fyrir Út-Eyjafjörð, þ.e. Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð
19. maí (þriðjudagur), kl. 19:00
Menningarhúsið Hof, Akureyri, fyrir Akureyrarbæ og nærsveitir, þ.e. Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp.
Í nýrri Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019 á sérstaklega að fjalla um nýsköpun og atvinnuþróun, menningarmál, uppbyggingu mannauðs og lýðfræðilega þróun á svæðinu. Á fundunum verður fjallað um stöðu Norðurlands eystra í þessum málaflokkum í stuttum kynningum og síðan unnið í hópum. Eyþing - samband sveitarféalga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hefur umsjón með vinnunni og nýtur aðstoðar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Æskilegt, en ekki skilyrði, er að þátttakendur skrái sig á fundinn fyrir 18. maí á netfangið linda@eything.is