Í kvöld, miðvikudaginn 4. maí, var bein útsending frá undankeppni í Skólahreysti. Í Skólahreysti keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda.
Lið Dalvíkurskóla náði sigrinum með 42,5 stig sem og rétti til að keppa í úrslitum Skólahreysti 2022 sem fram fara í Reykjavík þann 21. maí nk. Þess má til gamans geta að lið Dalvíkurskóla sigraði líka sinn riðil í fyrra og því að keppa til úrslita annað árið í röð.
Í liði skólans voru þau Allan Ingi, Ása Eyfjörð, Íris Björk, Gyða, Markús Máni og Máni Dalstein.
Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og voru Dalvíkurskóla svo sannarlega til mikils sóma. Við óskum krökkunum úr Dalvíkurskóla innilega til hamingju með sigur og hvetjum þá sem ekki höfðu tækifæri til í kvöld, að horfa á upptökuna í tímaflakki eða á
vefspilaranum á RÚV.