Grunnskóli Dalvíkurbyggðar býður nemendur og foreldra velkomna til samstarfs á nýju skólaári 2010 - 2011.
Nú hefst skólastarfið að nýju og vonandi hafa allir átt ánægjulegt sumarfrí. Við hlökkum til komandi samstarfs og vonumst til þess að eiga góð og traust samskipti.
Skólastarf sem einkennist af virðingu, trausti og hlýju er okkur mikilsvert og viljum við leggja áherslu á að rækta umhyggju og virðingu í samskiptum okkar.
Rannsóknir sýna að jákvæð viðhorf foreldra til skólans og virk þátttaka í skólastarfinu hefur áhrif á velgengni og velferð barnanna. Því er nauðsynlegt að efla og rækta samskipti og samstarf heimila og skóla og einnig viljum við minna á að foreldrar eru ávallt velkomnir í skólann.
Það er von okkar að samstarfið verði áfram ánægjulegt og skólagangan gangi að óskum. Vinnum saman að því að stuðla að góðri líðan nemenda og að byggja upp góðan skóla. Þannig náum við árangri og gleði.
Starfsfólk Grunnskóla Dalvíkurbyggðar.
Nemendur mæta með foreldrum/forráðamönnum í boðað viðtal hjá umsjónarkennara miðvikudaginn 25. ágúst.
Skólasetning 26. ágúst.
Árskógarskóli
Nemendur mæta kl. 09:00
Dalvíkurskóli
Nemendur í 1. – 6. bekk kl. 10:00.
Nemendur í 7. – 10. bekk kl. 11:00.