50 ára afmæli Skíðafélags Dalvíkur var fagnað síðustu helgi.
Mikið var um að vera og voru haldnar 2 veislur, önnur á föstudagskvöldinu og síðan var opið hús í Bergi á laugardeginum þar sem sögu Skíðafélags Dalvíkur er fagnað með sýningu sem stendur öllum til boða að skoða áfram næstu daga. Einnig var gefið út afmælisrit og tók Óskar Þór Halldórsson söguna saman og ritstýrði ritinu sem fjallar ýtarlega um þau þrekvirki sem sjálfboðaliðar félagsins hafa unnið í gegn um tíðina auk þeirra miklu afreka sem íþróttafólk félagsins hefur áorkað. Ritið er fáanlegt til kaups í Bergi á meðan upplag er til.
Gísli Rúnar Gylfason og Freyr Antonsson veittu Skíðafélagi Dalvíkur afmælisgjöf og blóm fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.